Er Birkir Már að koma heim í Val?

Birkir Már Sævarsson hefur formlega yfirgefið Hammarby í Svíþjóð en viðræður um nýjan samning báru ekki árangur.

Birkir lék með Hammarby í nokkur ár og hann leitar nú á ný mið.

Fjölskylda Birkis flytur heimt til Íslands og svo gæti farið að Birkir komi einnig heim.

Hann hafði hugsað um að spila erlendis fram að HM i sumar en orðrómur hefur verið á kreiki um að Birkir komi frekar strax heim og semji við Val.

Birkir lék 84 leiki með Hammarby en hann á fast sæti í hægri bakverði íslenska landsliðsins.


desktop