Felix Örn til reynslu hjá Álaborg

Felix Örn Friðriksson bakvörður ÍBV og íslenska landsliðsins er þessa dagana á reynslu hjá Álaborg.

Felix er á Spáni í æfingarferð með Álaborg sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Þar verður hann í tíu daga.

Þessi 18 ára vinstri bakvörður lék með íslenska landsliðinu i Indónesíu á dögunum.

Álaborg vill skoða Felix nánar en hann var lykilmaður í liði ÍBV á síðustu leiktíð sem varð bikarmeistari.

Felix á að auki landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur verið í U21 árs landsliðnu í þessaru undankeppni.


desktop