FH-ingurinn Harjit tapaði máli sínu aftur – Féll úr stúkunni

Hæstiréttur Ísland úrskurðaði í dag að Fasteignafélag Akureyrar þyrfti ekki að borga skaðabætur vegna slyss sem varð á heimavelli Þórs sumarið 2014.

Harjit Delay stuðningsmaður FH féll þá niður úr stúkunni. Harjit stefndi Fasteignafélagi Akureyrar og taldi að handriðið á vellinum hefði ekki verið nógu hátt.

Þessu hafnaði héraðsdómur fyrst og Hæstiréttur hefur nú staðfest þann dóm og segir að Fasteignafélag Akureyrar hafi farið eftir öllum reglum vegna byggingu stúkunnar.

Harjit reyndi að gefa Jóni Ragnari Jónssyni leikmanni FH fimmu á vellinum með þeim afleiðingum að hann féll úr stúkunni og slasaðist talsvert. Uppi vöru sögur um að Harjit hafi verið undir áhrifum áfengis en hann kveðst hafa fengið sér tvo bjóra fyrir leikinn.

Í dómnum kemur fram að handriðið á ellinum sé 117 cm en þar af er steyptur kantur 35 cm. Handriðið er því hærra en lög og reglur segja til um.

Harjit þarf að greiða hálfa milljón í málskostnað.


desktop