FH reiknar með að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum

FH reiknar með því að ráða nýjan þjálfara í brúna áður en helgin er á enda en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Heimir Guðjónsson var rekinn frá félaginu í síðustu viku og hefur liðið ekki ennþá ráðið nýjan þjálfara í brúna.

Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Randers í Danmörku og Breiðabliks hefur verið sterklega orðaður við starfið í Hafnafirði.

„Það er von á tilkynningu úr Hafnarfirði þegar við erum búnir að ganga frá rétta þjálfaranum. Það er eins og með ríkisstjórnina, þetta verður að smella,“ sagði Jón Rúnar í samtali við fótbolta.net.

„Við höfum verið í viðræðum við góðan þjálfara. Ég trúi ekki að helgin líði án þess að við ráðum þjálfara.“


desktop