Finnur Orri: Evrópusæti er lágmarkið

,,Já ekki spurning, miðað við hópinn og annað held ég að það sé ekkert óeðlilegt,” sagði Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður Breiðabliks um spá 433.is.

Spámenn 433.is spá því að Breiðablik endi í 3. sæti deildarinnar í sumar en Finnur segir að liðið stefni hærra en það og að 2. sætið sem tryggir þáttöku í Evrópukeppni, sé algjört lágmark.

,,Við stefnum hærra en það.” sagði Finnur Orri í viðtali við 433.is

,,Evrópusæti er lágmarkið. Við erum með það sterkan hóp að við gerum tilkall í toppbaráttuna.”

Miklar breytingar hafa orðið á varnarlínu Breiðabliks frá því í fyrra en þeir Damir Muminovic og Jordan Halsman eru á meðal nýliða í vörn liðsins.

,,Varnarlínan er að smella saman,”

,,Það er alltaf mikil breyting þegar þú færð nýja varnarlínu en við höfum fengið mjög sterka varnarmenn inn,”

,,Síðan tekur alltaf smá tíma að spila sig saman og við höfum haft undirbúningstímabilið í það og það hefur gengið fínt.”

Breiðablik fór í æfingaferð til Portúgals í febrúar síðatliðnum og lék liðið við nokkur öflug lið á borð við FC Köbenhavn og FC Midtjylland.

,,Ég tel að æfingaferðin hafi heppnast mjög vel og að það hafi komið sér vel fyrir liðið,”

,,Við fengum meira út úr því fótboltalega séð heldur en í venjulegri æfingaferð,”

,,Við vorum að spila við sterka mótherja sem pússaði liðið okkar og ég tel að við höfum komið töluvert sterkari út úr þessari ferð.”

Breiðablik náði langt í Evrópukeppninni á síðasta tímabili en Finnur Orri viðurkennir að löng ferðalög í keppninni, meða annars til Kasakstan, hafi haft sín áhrif á liðið.

,,Já ég held að það hafi klárlega spilað inn í,” sagði Finnur Orri

,,Við fundum mun á því að spila við Evrópulið núna eins og þegar við spiluðum við þau fyrst, þegar við fórum fyrst í Evrópukeppnina.”

,,Evrópukeppnin var sú stærsta sem við vorum að taka þátt í það árið,”

Breiðablik féll úr leik í undanúrslitum bikarsins hér heima í fyrra gegn Framörum en margir töldu Blika hafa verið alltof þreytta fyrir leikinn þar sem einungis fáeinir dagar voru liðnir frá Evrópukeppninni.

,,Það hefur svo sem verið rætt,” sagði Finnur Orri.

,,Það voru settar á einhverjar reglur um daginn sem eiga að koma í veg fyrir að svona gerist aftur,”

,,Það tók mikið úr okkur þetta ferðalag, þessir leikir voru erfiðir,”

,,En skiljanlega, þetta hefði tekið orku úr öllum liðum. Að sama skapi er þetta líka bara spurning um hausinn.”

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, mun láta af störfum á næstunni en hann mun þá taka við liði FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þeir Guðmundur Benediktsson og Willum Þór Þórsson, munu taka við Blikum í staðinn.

,,Þetta var kannski óvænt fyrst en síðan var þetta bara rætt innan hópsins,” sagði Finnur.

,,Við leikmennirnir vorum alveg sammála um það að þetta væri mjög spennandi og erum mjög ánægðir að fá Gumma Ben sem aðalþjálfara og Willum með honum.”
,,Það verður skrítið að hafa annan þjálfara en þetta gæti orðið spennandi,”

,,Það er gott að Óli sé að fara frá Breiðablik á réttum forsendum,”

,,Hann er að fara út og taka næsta skref. Þetta er bara og atvinnumennska fyrir hann,”

,,Ég átti alveg eins von á þessu skrefi frá honum fyrr, hann hefur alla burði í þetta.”

Finnur Orri hefur leikið vel hér á landi undanfarin ár og segist stefna á að komast í atvinnumennsku einn daginn.

,,Já ekki spurning, það er eitthvað sem manni langar að gera.”

Erfið byrjun á Pepsi deildinni bíður Blikum en liðið á erifða leiki gegn bæði KR og FH snemma í mótinu.

,,Það er náttúrulega bara “crucial”,” (byrja mótið vel, erfið byrjun, KR og FH)

,,Ég held að við séum vel undirbúnir fyrir þá leiki bæði spilanlega og líkamlega,”

,,Mér finnst menn vera mjög jákvæðir fyrir þessari byrjun.” bætti Finnur Orri við.


desktop