Freyr fékk símtöl frá liðum úr Pepsi-deildinni

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins fékk símtöl frá liðum í Pepsi-deildinni þegar sumarið var á enda en það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Hann segir hins vegar að það hafi aldrei komið til greina hjá sér að hætta með kvennalandsliðið og því hafi þetta aldrei farið neitt lengra.

Miklar þjálfarabreytingar hafa átt sér stað í Pepsi-deildinni á undanförnum vikum en KR, Fjölnir, Breiðablik, FH og ÍA hafa öll verið þjálfaralaus á einhverjum tímapunkti, eftir að deildinni lauk.

„Það höfðu menn samband við mig og ég kann vel að meta að einhver lið hafi áhuga. Ég mun klárlega fara aftur í félagsliðaboltann því það er ótrúlega skemmtilegt. En núna er ég í flottu og stóru starfi hjá knattspyrnusambandinu og einbeiti mér algjörlega að kvennalandsliðinu. Ég ræddi við góða menn en það fór ekkert lengra en það,“ sagði Freyr í samtali við Vísi.is.


desktop