Fylkir vann Íslandsmeistarana – HK lagði Keflavík

Íslandsmeistarar Vals fara illa af stað í Reykjavíkurmótinu en liðið tapaði gegn Fjölni í fyrsta leik.

Liðið mætti svo Fylki í kvöld í Egilshöllinni og þurfti aftur að sætta sig við tap.

Fylkir komst í 2-0 áður en Valur lagaði stöðuna þegar lítið var eftir en Fylkir vann að lokum 3-1 sigur. Fylkir er með fjögur stig úr tveimur leikum.

Í Fótbolta.net mótinu vann 1. deildar lið HK góðan 2-1 sigur á Keflavík sem komið er í deild þeirra bestu. Bjarni Gunnarsson og Hákon Þór Sófusson skoruðu mörk HK.

Markaskorara vanar en þá má senda á hoddi@433.is.


desktop