Gary Martin í læknisskoðun hjá Lokeren

Gary Martin framherji Víkings er á leið í læknisskoðun hjá Lokeren í Belgíu. Þetta staðfesti framherjinn í samtali við 433.is.

Gary lék seinni hluta síðasta árs með Lilleström en Rúnar Kristinsson fékk hann til félagsins.

Rúnar var svo rekinn frá Lilleström og tók við Lokeren og ætlar nú að fá Gary.

Það er í þriðja sinn sem Rúnar kaupir Gary en hann fékk hann einnig til KR frá ÍA.

Framherjinn yfirgaf KR á síðasta ári og gekk í raðir Víkings en hann kemur frá Englandi.

Gary hefur litað Pepsi deildinni með frammistöðu sinni innan vallar auk þess að vera opinn og skemmtilegur karakter utan vallar.


desktop