Grínið náði hámarki í gær – Gísli heimsótti foreldra Hallberu

Það vakti mikla athygli í gær á Twitter þegar Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks heimsótti foreldra Hallberu Gísladóttir á Akranesi.

Gísli ásamt liðsfélaga sínum í Breiðabliki, Arnþóri Ara Atlasyni skelltu sér á leik ÍA og KR í Pepsi deild karla.

Síðustu vikur hefur Arnþór Ari nefnilega reynt að koma þeim Arnþór og Hallberu sem leikur sem atvinnumaður í Svíþjóð saman.

Forsaga málsins er sú að á EM í Hollandi auglýsti faðir Hallberu, Gísli Gíslason eftir kærasta fyrir stelpuna sína í viðtali við Fótbolta.net. Arnþór fannst það góð hugmynd og lagði til að Gísli yrði sá heppni

,,Hvað með @gislieyjolfs11 ? Gætuð skýrt dóttur ykkar fallegasta nafni í heimi, Hallbera Gísladóttir. Skrifað í skýin #dóttir,“ skrifaði Arnþór Ari á Twitter og þannig fór boltinn að rúlla.

Í gær voru þeir svo mættir á Akranes en sáu Hallberu ekki í stúkunni enda hún í Svíþjóð við æfingar.

Þeir ákváðu svo eftir leik að kíkja í heimsókn til foreldra Hallberu og athuga málið.

,,Þessi tvö eru búin að gefa grænt ljós. Nú bara allt í botn og engar bremsur #dottir,“ skrifaði Arnþór Ari við mynd af Gísla með foreldrum Hallberu.

Samtölin á Twitter um málið má sjá hér að neðan.


desktop