Guðmundur Böðvar í Breiðablik

Miðjumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur gengið til liðs við Breiðablik.

Guðmundur Böðvar er 28 ára gamall reyndur spilari sem hefur leikið yfir 180 leiki bæði með uppeldisliði sínu Skagamönnum og Fjölnismönnum í efstu deild.

Guðmundur spilaði undir stjórn Ágústar Gylfasonar þjálfara Breiðablik þegar hann stýrði Fjölnisliðinu frá 2013 til 2016.

,,Greinilegt er að Ágúst telur að reynsla og yfirvegun Guðmundar Böðvars geti gert góða hluti fyrir unga og efnilega leikmenn Blikaliðsins,“ segir á heimasíðu Blika.

Guðmundur hefur æft með Blikaliðinu undanfarnar vikur og er nú búinn að skrifa undir 2 ára samningi við Breiðablik.


desktop