Guðmundur Steinn í Stjörnuna

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er gengin til liðs við Stjörnuna.

Hann semur við félagið til næstu tveggja ára og gildir samningur hans til ársins 2020.

Guðmundur kemur til félagsins frá Víkingi Ólafsvík þar sem að hann var fyrirliði á síðustu leiktíð.

Þá skoraði hann 8 mörk í 18 leikjum fyrir félagið í bæði deild og bikar.

Víkingur Ólafsvík féll úr Pepsi-deildinni síðasta haust og Guðmundur Steinn hefur því ákveðið að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi.


desktop