Gulli Jóns: Verður að spyrja einhvern annan en mig

,,Þetta eru þung skref inn á völlinn,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA við Stöð2Sport eftir 0-1 tap gegn ÍBV

Skagamenn eru nánast fallnir úr Pepsi deild karla nema kraftaverk eigi sér stað.

Liðið er með tíu stig í neðsta sæti og sex stig eru í öruggt sæti.

,,Við reyndum hvað við gátum í síðari hálfleik að ná marki og jafna leikinn. Boltinn vildi ekki inn.“

,,Við fóru yfir hlutina í hálfleik, við vorum ósáttir með hvernig við vorum að spila.“

Eins og staðan er núna þarf Gunnlaugur kraftaverk til að bjarga ÍA frá falli, getur hann gert það eða þarf annan mann til að stýra liðinu?

,,Ég tel mig vera þann sem getur snúið þessu við, það er búið að reyna ýmislegt síðustu vikur. Mér hefur fundist vera frábær andi í liðinu og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það, við höfum ekki verið að loka leikjum. Þú verður að spyrja einhvern annan en mig um hvort ég haldi áfram út tímabilið. Þetta er erfitt.“


desktop