Heimir Guðjónsson ræddi við ÍA

Heimir Guðjónsson fyrrum þjálfari FH hefur átt í viðræðum um að taka við ÍA. Fótbolti.net segir frá.

Heimir var óvænt rekinn frá FH í síðustu viku og spjallaði v ið ÍA.

Samningar náðust hins vegar ekki á milli ÍA og Heimis samkvæmt frétt Fótbolta.net.

„Það er bara rólegt hjá mér. Ég er bara rólegur hérna heima og að njóta lífsins,“ sagði Heimir við Fótbolta.net.

Heimir lék á ferli sínum sem leikmaður með ÍA en liðið féll úr Pepsi deild karla í sumar.

Sterkar sögusagnir eru á kreiki um að Jóhannes Karl Guðjónsson taki við liðinu.


desktop