Hjörvar hættir í Pepsi mörkunum

Hjörvar Hafliðason verður ekki í Pepsi mörkunum í sumar eins og mörg síðustu ár.

Hjörvar er einn virtasti knattspyrnusérfræðingur þjóðar en stígur nú til hliðar.

Indriði Sigurðsson og Freyr Alexandersson hafa verið kynntir sem nýir sérfræðingari í þættinum.

,,Á persónulegum nótum. Hjörvar Hafliða hefur ákveðið að stíga til hliðar í Pepsimörkunum í sumar. Ég vil þakka honum fyrir magnað samstarf undanfarin 8-9 ár. Hann er engum líkur og algerlega sér á báti,“
sagði Hörður Magnússon á Twitter um málið.

Hjörvar svarar Herði. ,,End of an era. Gamli skólinn kveður,“ sagði Hjörvar.


desktop