Höskuldur tryggði Blikum sigur á KR

Breiðablik 1-0 KR
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson(35′)

Síðasta leik kvöldsins í Pepsi-deild karla var nú að ljúka en Breiðablik fékk þá lið KR í heimsókn.

Það var boðið upp á fjörugan leik í kvöld en aðeins eitt mark var skorað og það gerðu heimamenn.

Höskuldur Gunnlaugsson kom boltanum í netið fyrir Blika á 35. mínútu og það reyndist nóg í kvöld.

KR skoraði hins vegar fullkomlega löglegt mark í síðari hálfleik en aðstoðardómari leiksins dæmdi Indriða Sigurðsson rangstæðan sem var kolrangur dómur.

KR tapar því sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni þetta árið en Blikar eru nú með níu stig í fimmta sætinu.


desktop