ÍBV fær sóknarmann frá Íran

ÍBV hefur samið við Shahab Zahedi Tabar sóknarmann frá Íran um að leika með félaginu.

Tabar er fæddur árið 1995 og er 21 árs gamall.

Eyjamenn töpuðu 6-3 fyrir KA í gær og eru að berjast fyrir lífi sínu í Pepsi deild karla.

Tabar kemur á láni frá Persepolis F.C og hefur fengið leikheimild með ÍBV.

ÍBV reynir einnig að fá miðvörð til félagisns en Avni Pepa lék sinn síðasta leik í gær fyrir félagið.


desktop