Indriði Sigurðsson verður sérfræðingur í Pepsi mörkunum

Indriði Sigurðsson verður einn af sérfræðingum Pepsi markanna í sumar.

Greint var frá því í gær að Freyr Alexandersson kæmi einnig inn í þættina.

Indriði lagði skóna á hilluna síðasta sumar en hann lék þá með KR.

Indriði átti góðan feril í atvinnumennsku áður en hann kom heim.

Hörður Magnússon heldur áfram sem stjórnandi þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi mörkunum í mörg ár.


desktop