Ingvar Kale í ÍA

Skagamenn hafa gengið frá samningi við Ingvar Kale. Vísir.is greinir frá.

Vísir.is hefur heimildur fyrir þessu en Ingvar gerir eins árs samning.

Ingvar hætti hjá Val síðasta sumar eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu til Antons Ara Einarssonar.

ÍA vantaði markvörð eftir að Árni Snær Ólafsson sleit krossband fyrr í vetur eins og 433.is hafði greint frá.

Ingvar er 34 ára gamall markvörður með mikla reynslu en hann hefur þrisvar orðið bikarmeistari á ferli sínum auk þess að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2010.


desktop