Ingvar Kale: Tel mig hafa mikið fram að færa

Ingvar Þór Kale skrifaði í dag undir samning við ÍA og mun leika með liðinu í Pepsi deildinni.

Ingvar hætti hjá Val síðasta sumar eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu til Antons Ara Einarssonar.

ÍA vantaði markvörð eftir að Árni Snær Ólafsson sleit krossband fyrr í vetur eins og 433.is hafði greint frá.

,,ÍA er frábær klúbbur með mikla hefð og merka sögu,“ sagði Ingvar eftir að hafa skrifað undir hjá ÍA.

,,Ég hafði mikinn áhuga um leið og það var haft samband við mig og ég tel mig hafa mikið fram að færa til að hjálpa liðinu í baráttunni næsta sumar.“

,,Síðasta sumar gekk ekki jafnvel hjá mér eins og árin þar á undan og ég er orðinn hungraður í árangur aftur.”


desktop