Jafnt hjá Fjölni og Fylki í fjögurra marka leik

Fjölnir tók á móti Fylki í A-riðli Reykjavíkurmótsins í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Birnir Snær Ingason kom Fjölni yfir strax á 16. mínútu og Arnór Breki Ásþórsson tvöfaldaði svo forystu heimamanna undir lok fyrri hálfleiks.

Albert Brynjar Ingason minnkaði muninn fyrir Fylki á 56. mínútu og Hákon Ingi Jónsson jafnaði metin fyrir Fylki á 73. mínútu og lokatölur því 2-2.

Fylkir fer því á toppinn í A-riðli með 8 stig en Fjölnir er í öðru sætinu með 7 stig.


desktop