Jafnt hjá ÍR og Fram í hörkuleik

ÍR tók á móti Fram í A-riðli Reykjavíkurmótsins í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Guðmundur Magnússon kom Fram yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Gylfi Örn jafnaði metin fyrir ÍR á 57. mínútu og Guðfinnur Þórir Ómarsson kom þeim svo yfir á 77. mínútu.

Guðmundur Magnússon jafnaði hins vegar metin fyrir Fram á 89. mínútu og lokatölur því 2-2.

Fram er í fjórða sæti riðilsins með 2 stig en ÍR er á botninum með 1 stig.

*Markaskorar fengnir af fótbolti.net.


desktop