Jafnt hjá Njarðvík og Gróttu

Mynd - Víkurféttir

Njarðvík tók á móti Gróttu í fótbolta.net mótinu í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Helgi Þór Jónsson kom Njarðvík yfir í upphafi síðari hálfleiks en á 56. mínútu fékk Brynjar Garðarsson að líta beint rautt spjald og heimamenn því einum manni færri.

Gestirnir jöfnuðu svo metin á 86. mínútu og lokatölur því 1-1 í hörkuleik.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu og eru þau því bæði með 1 stig í B-deildinni.


desktop