KA búið að fylla í skarð Bulotovic

KA hefur fengið til liðs við sig vinstri bakvörð sem mun taka slaginn með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Sá piltur heitir Milan Joksimovic og kemur frá Serbíu. Hann er fæddur árið 1990 og er 27 ára gamall.

Hann kemur til KA frá FC Gorodeya í Hvíta-Rússlandi þar sem hann lék í efstu deild. Þar áður hefur hann leikið í efstu og næst efstu deildum í Serbíu.

Hann er mættur til landsins og byrjaður að æfa með KA og reikna má með því að hann verði orðinn löglegur til þess að leika með KA síðar í þessum mánuði, í Lengjubikarnum.

,,Þetta er góður fengur fyrir KA-menn en eins og áður hefur komið fram hjá KA þá mun Darko Bulotovic ekki leika með liðinu í sumar, en Darko lék sem vinstri bakvörður hjá KA síðastliðið sumar,“ segir á heimasíðu A.


desktop