KA náði í mikilvægan sigur í Víkinni

Víkingur R. 0 – 1 KA
0-1 Vedran Turkalj (’12)
Rautt spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur) (’31)

KA hefur komið sér að mestu úr fallbaráttu eftir 0-1 sigur á Víkingi í Víkinni í kvöld.

Vedran Turkalj skoraði eina mark leiksins en Víkingar voru manni færri í klukkutima.

Vladimir Tufegdzic fékk þá mjög umdeilt rautt spjald.

KA er með 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Víkingur er með 22 stig í sjötta sæti.


desktop