KA vann ótrúlegan sigur á ÍBV í einum skemmtilegasta leik ársins

KA 6-3 ÍBV
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(13′)
0-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson(15′)
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson(18′)
2-2 Davíð Rúnar Bjarnason(39′)
3-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson(víti, 45′)
4-2 Almarr Ormarsson(52′)
5-2 Emil Lyng(71′)
6-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson(79′)
6-3  Arnór Gauti Ragnarsson(91′)

Það fór fram ótrúlegur leikur í Pepsi-deild karla í dag er lið KA fékk ÍBV í heimsókn á Akureyri.

Eyjamenn byrjuðu leikinn frábærlega í dag og var staðan 2-0 eftir aðeins 15 mínútur í fyrri hálfleik.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í miklu stuði fyrir Eyjamenn og gerði tvö mörk með stuttu millibili.

Aðeins þremur mínútum eftir seinna mark Gunnars skoraði Hallgrímur Mar Steingrímsson þó fyrir heimamenn og lagaði muninn.

Davíð Rúnar Bjarnason jafnaði svo metin á 39. mínútu áðru en Hallgrímur kom KA yfir í lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu.

KA gerði sér svo lítið fyrir og bætti við þremur mörkum í síðari hálfleik áður en Arnór Gauti Ragnarsson lagaði stöðuna fyrir ÍBV og lokastaðan 6-3.


desktop