KR vann Leikni – Víkingur tapaði gegn Þrótti

Reykjavíkurmótið er farið af stað og í dag vann KR góðan 3-2 sigur á Leikni.

KR var í stuði í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði öll mörkin sín.

Pálmi Rafn Pálmasson, Atli Sigurjónsson og Björgvin Stefánsson skoruðu mörk KR. Leiknir klóraði í bakkann í þeim síðari með mörkum frá Tómasi Óla Garðarssyni og Sævari Atla Magnússyni.

Í seinni leik dagsins vann Þróttur sigur á Víkingi en Daði Bergsson og Víðir Þorvarðarson skoruðu mörk Þróttar. Halldór Smári Sigurðsson skoraði mark Víkings.


desktop