Kristall Máni á leiðini til FCK

Kristall Máni Ingason er á leiðinni til FC Kaupmannahafnar en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.

Hann er miðjumaður sem er fæddur árið 2002 og þykir afar efnilegur.

Kristall Máni mun skrifa undir samning við danska félagið, síðar í þessum mánuði þegar að hann verður 16 ára gamall.

Hann hefur átt fast sæti í U17 ára landsliði Íslands að undanförnu en hann er nú á leiðinni á æfingamót með U17 sem fram fer í Hvíta-Rússlandi.


desktop