Kristinn Jónsson: Hugsaði bara fokk it

Kristinn Jónsson: Hugsaði bara fokk it

Kristinn Jónsson bakvörður Breiðabliks var mjög ánægður með sigur sinna manna í kvöld og markið sem að hann skoraði en það var afar laglegt. 

„Við erum gífurlega ánægðir, ég er sérstaklega ánægður með það hvernig strákarnir mættu í þennan leik og í rauninni héldu pressunni alveg út í enda“
„Við náum þessu þriðja marki og eftir það er þetta í okkar höndum. Frá aftasta til fremsta manns voru allir að spila vel og spila sem lið og gera það sem að þjálfarinn lagði upp með“

„Ég kem upp vinstra megin og kíki inn í teiginn og ég sé engann þannig ég hugsaði bara með mér, fokk it, ég reyni bara að vippa yfir hann og það heppnaðist og ég er virkilega ánægður með það“

 

 


desktop