Leikur Breiðabliks og KR verður 19 september

Leikur Breiðabliks og KR verður 19 september

KSí hefur sett leik Breiðabliks og KR á 19. september en þetta var staðfest í dag.

Leikurinn hófst síðasta sunnudag en var flautaður af eftir fjórar mínútur.

Elfar Árni Aðalsteinsson framherji Blika fékk þá þungt höfuðhögg og þurfti að kalla á sjúkrabíl.

Elfari heilsast vel í dag en þarf að taka sér hvíld næstu vikurnar.

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR átti að taka út leikbann í þeim leik en tekur það út gegn FH um næstu helgi.


desktop