Lengjubikarinn: Breiðablik slátraði ÍR

Breiðablik tók á móti ÍR í Lengjubikarnum í dag en leiknum lauk með 7-0 sigri heimamanna.

Arnþór Ari Atlason skoraði tvívegis fyrir Blika í fyrri hálfleik og Gísli Eyjólfsson bætti við þriðja markinu á 41. mínútu og staðan því 3-0 í hálfleik.

Gísli og Viktor Örn Margeirsson skoruðu svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks áður en Arnór Gauti og Gísli Eyjólfs bættu við tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútunum og niðurstaðan því 7-0 sigur Blika.

Breiðablik fer á toppinn í riðli 2 og upp fyrir KR á markatölu en ÍR er á botninum með ekkert stig.


desktop