Lengjubikarinn: Fylkir með góðan sigur á Þór

Þór tók á móti Fylki í Lengjubikarnum í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna.

Oddur Ingi Guðmundsson kom Fylki yfir strax á 22. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Hákon Ingi Jónsson skoraði annað mark Fylkis með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur því 2-0 fyrir gestina.

Fylkir er í öðru sæti riðils 4 með 7 stig, líkt og Grindavík sem er með á toppi riðilsins með betri markatölu.


desktop