Lengjubikarinn: Hælspyrnumark tryggði Blikum stig

Breiðablik 1 – 1 Grindavík:
0-1 William Daniels
1-1 Davíð Kristján Ólafsson

Breiðablik og Grindavík skildu jöfn í A-deild Lengjubikarsins í dag en leikið var í Fífunni.

William Daniels kom Grindavík yfir í fyrri hálfleik en liðið undirbýr sig nú fyrir endurkomu í Pepsi deildina í sumar.

Blikar jöfnuðu hinsvegar í síðari hálfleik og þar var Davíð Kristján Ólafsson að verki með glæsilegt hælspyrnumark eftir hornspyrnu.

En eftir tvo leiki í Lengjubikarnum eru Blikar með tvö stig en Grindavík fjögur


desktop