Lengjubikarinn: Haukar fóru illa með Leikni R.

Leiknir R. tók á móti Haukum í Lengjubikarnum í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna.

Arnar Aðalgeirsson og Indriði Áki Þorláksson skoruðu fyrir Hauka snemma leiks en Ágúst Freyr Hallsson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 19. mínútu.

Daði Snær Ingason skoraði svo tvívegis fyrir Hauka undir lok síðari hálfleiks og niðurstaðan því 4-1 sigur Hauka.

Haukar skella sér á toppinn í riðli 3 en Leiknir R. er á botninum með ekkert stig.


desktop