Lengjubikarinn: ÍA fór létt með Víking R.

ÍA tók á móti Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimananna.

Ragnar Leósson kom ÍA yfir strax á 7. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Stefán Teitur Þórðarson bætti svo öðru marki við á 76. mínútu áður en Hilmar Halldórsson skoraði þriðja markið á 85. mínútu og lokatölur því 3-0 fyrir heimamenn.

ÍA er í öðru sæti riðils 1 með 9 stig en Víkingur Reykjavík er í fimmta sætinu með 3 stig.


desktop