Lengjubikarinn: KA með þægilegan sigur á Magna

KA tók á móti Magna í Lengjubikarnum í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Sæþór Olgeirsson kom KA yfir strax á 5. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Daníel Hafsteinsson tvöfaldaði svo forystu heimamanna í upphafi síðari hálfleiks og niðurstaðan því 2-0 sigur KA.

KA er í öðru sæti riðils 2 með 3 stig eftir fyrstu umferðina en Magni er í fimmta sætinu með ekkert stig, líkt og ÍR og Þróttur R.


desktop