Lengjubikarinn: KA valtaði yfir Blika

KA tók á móti Breiðablik í Lengjubikarnum í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri heimamanna.

Daníel Hafsteinsson, Elfar Árni Aðalsteinson og Aleksander Trninic skoruðu mörk KA í fyrri hálfleik og staðan því 3-0 í leikhléi.

Elfar Árni bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki KA á 62. mínútu og lokatölur því 4-0 fyrir heimamenn.

KA er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga eða 12 stig en Blikar eru í öðru sæti riðilsins með 9 stig.


desktop