Lengjubikarinn: Ragnar Bragi hetja Fylkis gegn FH

Fylkir 2 – 1 FH
1-0 Hákon Ingi Jónsson (12′)
1-1 Steven Lennon (18′)
2-1 Ragnar Bragi Sveinsson (86′)

Fylkir tók á móti FH í Lengjubikarnum í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Hákon Ingi Jónsson kom Fylki yfir snemma leiks en Steven Lennon jafnaði metin fyrir gestina á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Það var svo Ragnar Bragi Sveinsson sem skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu og niðurstaðan því 2-1 sigur Fylkis.

Fylkir jafnar þar með Grindavík að stigum í efsta sætinu en FH stigalaust eftir fyrstu umferðina.


desktop