Lengjubikarinn: Valur burstaði Fram í Reykjavíkurslagnum

Fram tók á móti Val í Lengjubikarnum í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri Valsmanna.

Gestirnir komust yfir strax á 12. mínútu áður en Patrick Pedersen og Tobias Thomsen skoruðu sittmarkið hvor með stuttu millibili og staðan því 3-0 í hálfleik.

Thomsen var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu og lokatölur því 4-0 sigur Valsmanna.

Fram er á botni riðils 1 með 0 stig en Valur er á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina.


desktop