Lengjubikarinn: Valur með þægilegan sigur á Njarðvík

Valur tók á móti Njarðvík í Lengjubikarnum í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan því markalaus í leikhléi.

Haukur Páll Sigurðsson kom Val svo yfir á 73. mínútu og Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystu heimamanna á 82. mínútu áður en hann bætti þriðja markinu við með marki úr vítaspyrnu og lokatölur því 3-0 fyrir heimamenn.

Valur fer í annað sæti riðils 1 með sigrinum en Njarðvík er á botninum með ekkert stig ásamt Fram.


desktop