Lengubikarinn: KA með dramatískan sigur á KR

KR tók á móti KA í Lengjubikarnum í dag en leiknum lauk með 3-2 sigri gestanna.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir strax á 9. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir KR á 24. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik.

Óskar Örn var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu en Daníel Hafsteinsson jafnaði metin fyrir KA, tíu mínútum síðar.

Frosti Brynjólfsson kom KA svo yfir á 69. mínútu og á 86. misnotaði Óskar Örn vítaspyrnu og lokatölur því 3-2 fyrir KA.

KR er í þriðja sæti riðils 2 með 4 stig en KA er á toppnum ásamt Breiðablik með 9 stig.


desktop