Lovísa framlengir við Fylki

Lovísa Sólveig Erlingsdóttir sem kom til Fylkis haustið 2006 er að fara að spila sitt 10 tímabil með Fylki á næsta ári.

Hún var með samning út 2018 en framlengdi hann um ár og verður því hjá Fylki út tímabil 2019 og vonandi lengur.

Lovísa hefur spilað 157 leiki hjá Fylki í deild og bikar og er einn leikjahæsti leikmaður félagsins. Hún á að baki 4 leiki með U17 landsliði Íslands og 12 leiki með U19 liðinu.

,, Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki en Lovísa er mjög mikilvæg fyrir félagið. Hún býr yfir mikilli reynslu og hefur staðið sig frábærlega hjá okkur,“
segir Halldór Steinsson formaður meistaraflokks ráðs kvenna hjá Fylkis


desktop