Magnaður Gunnleifur – Var að klára sitt 23. tímabil í meistaraflokki

Hinn 42 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson var í dag að ljúka sínu 23. ári í meistaraflokki í fótbolta.

Gunnleifur hefur átt frábæran feril en hann hefur síðustu ár spilað með Breiðabliki.

Pepsi deild karla lauk í dag en Gunnleifur hélt hreinu gegn sínu gamla félagi, FH í 1-0 sigri Blika.

Gunnleifur hefur spilað með KR, Keflavík, FH, HK, Breiðabliki og fleiri liðum á ferli sínum.

Þrátt fyrir aldurinn mun Gunnleifur taka hið minnsta eitt ár í viðbót með Blikum en hann gerði nýjan samning við félagið í sumar.

,,Hef lokið tímabili nr 23 í mfl. Tímabilið eins og rússibani, en gaman að enda vel. Stoltur af liðsfélögum mínum. Takk fyrir seasonið Pepsi,“ skrifar Gunnleifur á Twitter.


desktop