Martin Lund í Breiðablik

Breiðablik í Pepsi-deild karla hefur ákveðið að semja við hinn danska Martin Lund en þetta var staðfest í dag.

Þessi 25 ára gamli leikmaður kemur til Breiðabliks frá Fjölni þar sem hann stóð sig með prýði síðasta sumar.

Lund skoraði níu mörk fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni og var einn allra besti leikmaður liðsins.

Breiðablik hefur nú nælt í vængmanninn fyrir komandi átök í Reykjavíkurmótinu í janúar.


desktop