Milos Milojevic skráður á skýrslu hjá Víkingi fyrir mistök

Það hefur vakið athygli og umtal að Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks er skráður á skýrslu sem þjálfari 2. flokks Víkings í leik gegn Val á dögunumm.

Þann 29. ágúst gerðu Valur og Víkingur 2-2 jafntefli en Milos er skráður í þjálfarateymi Víkings

Milos hætti sem þjálfari Víkings í upphafi sumars og tók við Breiðabliki en viðskilnaðurinn var ekki góður. Víkingar voru ósáttir með Milos og því kom þetta mörgum á óvart, það eru hins vegar mistök sem valda því að Milos er skráður á skýrslu.

,,Þú ert að grínast með þetta?,“ sagði Milos við 433.is um málið sem kom honum augljóslega mikið á óvart

,,Ég hef farið einu sinni í Víkina eftir að ég hætti að horfa á leik Víkings og ÍBV því við áttum að spila við þá svo, síðan þá hef ég ákveðið að fara ekki aftur á Víkingsvöll nema að ég þurfi.“

,,Ég hef ekki stýrt neinum leik hjá 2. flokki Víkings og ég vissi ekki af þessu fyrr en þú lest mig vita núna.“

Þjálfari 2. flokks Vals hefur einnig staðfest í samtali við 433.is að Milos hafi ekki stýrt Víkingi í þessum umrædda leik.

Skýrsluna um þetta má sjá hér að neðan.


desktop