Mynd: Munurinn á fögnuðu Fylkis árið 99 og 2017

Það var mikið fagnað í Árbænum í gær eftir leik Fylkis og ÍR í Inkasso-deild karla.

Fylkismenn gátu tryggt sér sigur í deildinni með sigri í gær en þurftu að treysta á að Keflavík myndi misstíga sig.

Það er nákvæmlega það sem gerðist í gær en Fylkir fagnaði 2-1 sigri gegn ÍR og Keflavík tapaði 2-1 gegn HK.

Fylkir fagnar því sigri í deildinni og er tveimur stigum á undan Keflavík eftir lokaumferðina.

Hrafnkell Helgason fyrrum miðjumaður Fylkis minnist þess þegar Fylkir fór upp úr 1. deildinni árið 1999 á Twitter og ber saman fögnuð leikmanna þá og í gær.

,,Þegar þetta gerđist síđast, 1999 vs 2017. Einhver munur á bikar og fagnađarlátum?,“ skrifar Hrafnkell.


desktop