Myndband: Blikar tóku Yaya og Kolo lagið eftir sigurleik

Breiðablik fagnaði sigri í Pepsi-deild karla í kvöld en liðið spilaði við Víking Ólafsvík á Kópavogsvelli.

Það hefur gengið erfiðlega hjá Blikum á tímabilinu en liðið var þó að næla í sinn annan sigur til þessa.

Milos Milojevic var ráðinn þjálfara Blika á dögunum og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik.

Það var frábær stemning í klefanum eftir leik kvöldsins og fögnuðu Blikar sigrinum vel og innilega.

Það var á meðal annars sungið Yaya og Kolo Youre lagið fræga sem flestir ættu að þekkja.

Myndband af því má sjá hér.


desktop