Myndband: Pétur Viðars með vandræðalegan leikaraskap

Pétur Viðarsson, leikmaður FH, varð sér til skammar í dag er liðið mætti ÍBV í Kaplakrika.

Liðin eigast við í Pepsi-deild karla en staðan er markalaus þessa stundina þegar stutt er í leikhlé.

Pétur reyndi að fiska Shahab Zahedi Tabar af velli í fyrri hálfleik en hann bauð upp á fáránlegan leikaraskap.

Um var að ræða svokallað „enni í enni“ og ákvað Pétur að henda sér í jörðina þrátt fyrir nánast enga snertingu.

Sem betur fer féll enginn í gryfjuna að þessu sinni en svona atvik vill maður aldrei sjá.

Myndband af þessu má sjá hér.


desktop