Ólafur Kristjansson: FH-liðið er alltaf sterkt

Ólafur Kristjansson: FH-liðið er alltaf sterkt

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks á von á hörkuleik þegar liðið fær FH í heimsókn í Pepsi deild karla í kvöld.

Breiðablik er með sex sig eftir fjóra leiki en FH er með sjö stig.

,,Ég er spenntur, það er tilhlökkun að fá leik. Tvö frambærileg knattspyrnulið, þetta er veisla,“ sagði Ólafur í Reitaboltanum á 433.is.

,,Þetta eru lið sem spila áþekkan fótbolta, það eru neistar á milli þeirra á góðan hátt. Ég held að meigi búast við skemmtilegum leik.“

,,FH-liðið er alltaf sterkt, þeir byggja á góðum grunni, þeir eru með vel mótað lið og eru sterkir.“

,,Ég er ánægður með byrjunina af mörgu leyti, tveir fínir heimasigrar svo leikur út í Eyjum sem við töpum 4-1. Við spiluðum ágætlega í þeim leik.“

KR-ingar eru á toppi Pepsi deildarinnar með tólf stig en Blikar eru með 6 stig og FH er með 7.

,,Það má alveg setja það þannig upp að hvorugt liðið meigi tapa, það er fjórða umferð að klárast. Ég hugsa ekki þannig að við verðum að vinna ananrs er KR er langt á undan.“

Heyrðu viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að ofan.


desktop