Ólafur Kristjánsson: Keyrðum þetta jafntefli heim

Ólafur Kristjánsson: Keyrðum þetta jafntefli heim

,,Ég er sáttur við stigið,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við FH í fyrstu umferð Pepsi deildar karla.

Blikar komust yfir snemma leiks með marki frá Tómasi Óla Garðarssyni en Hólmar Örn Rúnarsson jafnaði fyrir FH.

,,VIð verðum að vera sáttir með stigið, FH-ingar voru grimmari, sterkari og betri úti á vellinum.“

,,Við keyrðum þetta jafntefli heim,“ sagði Ólafur en er eitthvað sem hann hefur áhyggjur af eftir leik kvöldsins?

,,Það er ekkert sem veldur mér áhyggjum, við vorum á köflum að spila tæpum boltum upp miðjuna. Það lukkaðist ekki að spila í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim.“

Viðtalið við Ólaf er í heild hér að ofan.


desktop