Ólafur Kristjánsson: KR-ingar verið jafn besta liðið

Ólafur Kristjánsson: KR-ingar verið jafn besta liðið

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks vonast til að snúa við gengi liðsins er liðið mætir KR í Pepsi deild karla í kvöld.

Blikar hafa ekki náð í góð úrslit undanfarið og þurfa að vinna síðustu þrjá leiki tímabilsins til að eiga möguleika á Evrópusæti.

KR-ingar geta hinsvegar orðið Íslansmeistarar í kvöld ef þeira vinna en leikurinn hefst klukkan 17:00 á Kópavogsvelli.

,,Núna ætlum við að spila því sem ekki var lokið fyrr í sumar,“ sagði Ólafur í Reitaboltanum en leiknum var frestað í ágúst þegar Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þungt höfuðhögg.

,,Það eru allir búnir að afgreiða það mál, ég held að það sitji ekki í mönnum.“

KR-ingar geta orðið Íslandsmeistarar í kvöld með sigri en Ólafur hugsar lítið út í það.

,,Þeir eru búnir að vera góðir í sumar og vera jafn besta liðið, það er ekki spurning. Við fókusum á það sem við þurfum að gera, við þurfum að ná í punkta.“

Blikar eiga von á Evrópusæti en þurfa að sigra alla leiki sem eftir eru og treysta á önnur úrslit.

,,Það er aldrei gott að hafa þetta ekki í eigin höndum, við höfum komið okkur í þá stöðu. Núna þurfum við að sjá hvort við séum menn í að laga þá stöðu, við eigum leik við Stjörnuna á sunnudaginn sem eru í baráttu við okkur. Ef sá leikur á að vera eitthvað þá þurfum að vinna í kvöld.“

,,Að ná í úrslit hefur hikstað, við höfum fengið gagnrýni fyrir það. Hún er réttmæt, ég get ekki notað þá gagnrýni til neins.“

Viðtalið við Ólaf í er í heild sinni hér að ofan.


desktop